Alþjóðabankinn stöðvar fjárhagsaðstoð til Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:39 David Malpass, forseti Alþjóðabankans, sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í Súdan og áhrifunum sem það hefði á efnahagsþróun landsins. Getty/Samuel Corum Alþjóðabankinn og hefur nú stöðvað fjárhagsaðstoð til Súdan eftir að herinn framdi þar valdarán á mánudag og handtók nokkra ráðherra landsins. Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður. Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður.
Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16