Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:26 Telma Líf er fundin eftir rúma sólarhrings leit. Facebook/Vísir Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39