Innlent

Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni

Eiður Þór Árnason skrifar
Spænska lögreglan leitar nú Telmu.
Spænska lögreglan leitar nú Telmu. Getty/Westend61

Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir.

Óttast þau að Telma sé hætt komin og hafa gert spænsku lögreglunni viðvart. Hún er sögð hafa skilið skilríki og símann sinn eftir á sjúkrahúsinu. 

Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, stjúpmóðir Telmu, greinir frá þessu í færslu á Facebook en fjölskyldan er búsett í bænum Callosa de Ensarri á Spáni. 

Fyrst var greint frá málinu í frétt DV. Þar biðlar Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, til fólks að hafa samband við spænsku lögregluna eða La Guardia Civil ef það sér Telmu eða einhverja sem líkist henni. Hún er sögð vera hávaxin, með blá augu og fjólublátt hár. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.