Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:31 Francis Wayne Alexander var 21 eða 22 ára þegar John Wayne Gacy myrti hann. AP Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“