Enski boltinn

Sinnu­leysi eig­anda Man United á­stæða slæms gengis fé­lagsins undan­farin ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eigendur Man Utd eru ekki vinsælir í Manchester-borg.
Eigendur Man Utd eru ekki vinsælir í Manchester-borg. Christopher Furlong/Getty Images

Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 

Hann telur Ole Gunnar Solskjær ekki helsta vandamál félagsins eins og staðan er í dag. Í pistli sínum á ESPN segir Ogden að Solskjær sé í raun fórnarlamb aðstæðna vegna þess andrúmslofts sem Glazer-fjölskyldan og aðrir stjórnarmeðlimir félagsins hafi búið til.

Enginn úr Glazer-fjölskyldunni var sjáanlegur á Old Trafford er Man Utd steinlá fyrir Liverpool um helgina og sömu sögu er að segja af Ed Woodward, fráfarandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Er það lýsandi fyrir sinnuleysi eigendanna og þeim litla áhuga sem þeir sýna sparibauknum sínum. Frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013 og Bandaríkjamennirnir tóku endanlega alla stjórn yfir félaginu þá hefur það aðeins unnið þrjá titla (FA-bikarinn, enska deildarbikarinn og Evrópudeildina).

Aðeins tvívegis hefur félagið endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og það sem meira þá hefur það aldrei endað fyrir ofan Manchester City í töflunni.

Síðan Ole Gunnar Solskjær tók við í desember 2018 hefur Man United orðið að „næstum því“ lið. Liðið hefur tapað fjórum undanúrslitaleikjum sem og úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þó Solskjær hafi bætt ár frá ári þá árangurinn látið á sér standa og í raun alltaf þegar liðið getur tekið stórt skref fram á við þá stenst liðið ekki væntingar.

Samt sem áður ákvað Glazer-fjölskyldan að gefa Solskjær nýjan þriggja ára samning síðasta vor. Á sama tíma var raðsigurvegarinn Pep Guardiola að fá tveggja ára framlengingu hjá Man City. Ástæðan er einföld, metnaður Man United er slíkur í dag að árangur er óþarfi.

Ogden endar pistil sinn á að segja að Solskjær sé ekki maðurinn til þess að koma Man Utd yfir Man City, Chelsea eða Liverpool í töflunni. Hann gæti hins vegar slysast í 4. sætið og takist liðinu að komast langt í FA-bikarnum þá heldur hann starfinu. 

Það er einfaldlega nóg eins og staðan er í dag.


Tengdar fréttir

Conte klár ef kallið kemur frá Manchester

Ítalinn Antonio Conte er tilbúinn að taka við þjálfarastöðu Manchester United ef enska knattspyrnufélagið ákveður að láta Ole Gunnar Solskjær fara.

Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn

Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×