Erlent

Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stuðningsmenn bráðabirgðastjórnarinnar hafa mótmælt á götum úti síðustu daga. Lítið bendir til þess að frjálsar og friðsamlegar kosningar séu í kortunum.
Stuðningsmenn bráðabirgðastjórnarinnar hafa mótmælt á götum úti síðustu daga. Lítið bendir til þess að frjálsar og friðsamlegar kosningar séu í kortunum. epa/Mohammed Abu Obaid

Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán.

Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er á meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. 

Herinn hefur enn ekki tjáð sig um atburðina en mannréttindasamtök í landinu hafa hvatt fólk til að mótmæla aðgerðunum á götum úti. 

Átök hafa verið á milli ráðherranna og hersins um nokkurn tíma en bráðabirgðastjórninni var komið á laggirnar með samþykki hersins fyrir um tveimur árum þegar leiðtoginn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum. 

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu eru hermenn víða sjáanlegir á götum úti í Súdan og hefur alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Khartoum verið lokað. Þá virðist netsamband liggja niðri í höfuðborginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×