Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 13:30 Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum að kynna verkefnið fyrir sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum. Landbúnaður Árborg Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum.
Landbúnaður Árborg Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira