Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 13:30 Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum að kynna verkefnið fyrir sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum. Landbúnaður Árborg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þeir sem eru að versla í matvöruverslunum kannast örugglega við það að þeir átta sig ekki alltaf á því hvort um íslenska eða erlenda vöru er að ræða þegar verslað er. Oft er smáa letrið svo lítið að það sést varla hvert upprunaland vörunnar er. Nú er þetta hins vegar allt að fara að breytast því Bændasamtökin munu kynna fljótlega nýtt búvörumerki á vörum, þannig að viðskiptavinurinn viti alltaf upp á hár hvaðan varan er sem hann verslar. Höskuldur Sæmundsson, sem er sérfræðingur á sviði markaðsmála hjá Bændasamtökunum stýrir verkefninu. „Við vitum það að Íslendingar hafa sagt í öllum rannsóknum og könnunum að þeir vilji neyta innlendra vara og við teljum að þetta sé framlag okkar að menn eigi þá skýrara val. Við raunverulega tökum okkur til og förum í samstarf við framleiðendur, hvort sem það eru afurðastöðvar eða frumframleiðendur vara heima á bæ og við vottum það með þriðja aðila að framleiðslan sé örugglega innan þess ramma, sem settur hefur verið og neytendur eiga þannig að geta treyst því að þessar merkingar þýði að varan sé innlend,“ segir Höskuldur. Höskuldur sagði frá nýja verkefni Bændasamtakanna á fjölmennum bændafundi á föstudaginn á Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höskuldur segir að kannanir hafi ítrekað sýnt það að neytendur telji sig vera að kaupa erlendar vörur undir jafnvel mjög gamal grónum íslenskum vörumerkjum, sem sé mjög bagalegt og þá sé smáa letrið á vörunum ekki að hjálpa til. „Við lítum á það sem eitt stærsta neytendamál samtímans að menn þekki upprunann. Við erum að þróa og hanna merkið í samstarfið við auglýsingastofu núna og þetta verður kynnt alveg sérstaklega. Það verður mjög afgerandi útlit sem menn eiga jafnvel að geta séð langar leiðir þannig að menn eiga að geta gengið að þessu vísu í kælum í matvöruverslunum og annars staðar,“ segir Höskuldur. Ein af glærunum frá Höskuldi á fundinum.
Landbúnaður Árborg Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira