Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 22:33 Íbúi á Vatnsleysuströnd segist þess fullviss að skotið hafi verið á dráttarvél í hans eigu með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Hefur hann ákveðna aðila grunaða, en lögregla rannsakar nú málið. Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“ Lögreglumál Vogar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“
Lögreglumál Vogar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira