Messi vill Agüero til Parísar í stað Icardi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2021 08:00 Messi vill fá góðvin sinn og herbergisfélaga með landsliðinu til Parísar. Alexandre Schneider/Getty Images Mauro Icardi virðist vera í vandræðum á fleiri stöðum en heima hjá sér þessa dagana. Lionel Messi vill losna við kauða og fá góðvin sinn Sergio Agüero til félagsins í staðinn. Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira