Innlent

Stálu tveimur 170 þúsund króna úlpum úr verslun Bláa lónsins

Atli Ísleifsson skrifar
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum var kölluð út fyrr í vikunni þegar tilkynnt var um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins.

Í tilkynningu segir að um hafi verið að ræða úlpur að verðmæti tæplega 170 þúsundir króna hvor.

„Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að sömu aðilar og grunaðir eru um þjófnaðinn á úlpunum höfðu komið inn í verslunina nokkrum dögum fyrr og haft þá á brott með sér þrjár húfur sem þeir greiddu ekki fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Segir að málið sé í rannsókn hjá lögregunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.