Erlent

Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn reið yfir Norðureyju Nýja-Sjálands fyrir skemmstu.
Jarðskjálftinn reið yfir Norðureyju Nýja-Sjálands fyrir skemmstu. Getty/Bridget Cameron

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni.

New Zealand Herald greinir frá þessu. Jarðskjálftinn átti upptök sín um þrjátíu kílómetra suðvestur af Taumarunui á 210 kílómetra dýpi. 

Skjálftinn fannst víða, þar á meðal í Auckland á Norðureyjunni og í Christchurch, sem er á Suðureyjunni. Meira en fjögur þúsund manns hafa tilkynnt skjálftann til GeoNet, lang felstir búsettir á miðri eða sunnarlega á Norðureyjunni. 

Þó svo að margir hafi fundið fyrir skjálftanum og víða þá virðast þeir sem búsettir eru við skjálftaupptökin ekki hafa fundið fyrir honum. 

Engar tilkynningar um tjón hafa enn borist yfirvöldum. 

Ekki er langt um liðið síðan skjálfti af stærðinni átta reið yfir Nýja-Sjáland en reglulega verða þar jarðskjálftar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×