Erlent

Berlu­sconi sýknaður af mútu­á­kæru í víð­frægu kyn­lífs­máli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Berlusconi hefur enn einu sinni verði sýknaður af mútuákæru.
Berlusconi hefur enn einu sinni verði sýknaður af mútuákæru. EPA-EFE/Matteo Corner

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa mútað vitni í dómsmáli árið 2013 þar sem hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við ólögráða stúlku. 

Berlusconi var sakaður um að hafa mútað píanóleikaranum Danilo Mariani til að ljúga í réttarhöldunum árið 2013 þar sem hann var ákærður fyrir að hafa haft samærði við sautján ára fatafellu frá Marokkó, sem heitir Karim El Mahroug en er betur þekkt undir sviðslistanafni sínu Ruby the Heartstealer eða Ruby hjartaþjófur. Reuters segir frá. 

Berlusconi var í sama máli ákærður fyrir að hafa borgað fyrrverandi lögmanni sínum David Mills fyrir að bera ljúgvitni. Þá var hann grunaður um að hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa leyst hana úr varðhaldi lögreglu þegar hún var handtekin fyrir þjófnað í maí 2010. Hann var að sakfelldur í málinu en áfrýjaði málinu til yfirdómstóls sem sýknaði hann. 

Berlusconi hefur ítrekað verið dreginn fyrir dóm ákærður fyrir mútur og misbeitingu valds. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×