Innlent

Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton og Claudia Carvalho föðmuðust innilega þegar dómur var upp kveðinn.
Anton og Claudia Carvalho föðmuðust innilega þegar dómur var upp kveðinn. Vísir

Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun.

Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, í febrúar. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.

Anton Kristinn var lengi grunaður í málinu og var á meðal vitna þegar aðalmeðferð málsins fór fram. Þar þvertók hann fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin að gera Armando mein. Hefði hann vitað það sagðist hann hafa stoppað það.

Anton Kristinn þvertók fyrir fullyrðingar Angjelin að Armando og Goran Kristján Stojanovic, vinur hans, hefðu ætlað að kúga fé út úr honum. Hann sagðist aðeins hafa kannast við Armando en Angjelin væri náinn vinur hans.

Eins og sjá má í viðbrögðum hér að neðan voru Anton Kristinn og þau sem sýknuð voru himinlifandi með niðurstöðuna og féllust í faðma. Verjandi Murats Selivrda segir málinu ekki lokið og boðar bótamál líkt og Steinbergur.

Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð ranglega að sonur Antons, sem einnig faðmaði ákærðu að lokinni dómsuppsögu, hefði verið handtekinn við rannsókn málsins. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.


Tengdar fréttir

Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“

Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×