Erlent

Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Photo by Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Images

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“.

Financial Times greinir frá og vísar í tilkynningu frá Trump þar sem fram kemur að samfélagsmiðlinum, sem á að heita TRUTH Social, muni vera stýrt af Trump Media & Technology Group (TMTG).

„Ég skapaði TRUTH Social til þess að verjast ofríki stórra tæknifyrirtæki,“ vitnar Financial Times í Trump. „Við búum í heimi þar sem Talibanar eru úti um allt á Twittter, en þaggað hefur verið niður í ykkar uppáhalds Bandaríkjaforseta. Þetta er óásættanlegt.“

Trump var sem kunnugt er útilokaður frá Facebook og Twitter eftir tap hans í forsetakosningunum ytra á síðasta ári. Forsetinn fyrrverandi nýtti sér þessa miðla óspart í forsetatíð hans til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri.

Hefur Trump verið mjög ósáttur við bannið og sakað Facebook og Twitter um ritskoðun, en forsetinn fyrrverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið í janúar. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann.

Samkvæmt frétt Financial Times er þegar hægt að forskrá sig til þess að ná í TRUTH Social forritið í App Store, netverslun Apple, en stefnt er að því að það muni fara í loftið á næsta ári.


Tengdar fréttir

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.