Leggja til verulega fækkun presta á landsbyggðinni Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 13:48 Séra Gísli Jónasson er formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings og leggur fram tillöguna ásamt Guðmundi Þór Guðmundssyni, lögfræðingi kirkjuþings. Samkvæmt tillögunni er lagt til að stöðugildum presta hjá Þjóðkirkjunni verði alls 134,7, sem er fækkun um 10,5. Þjóðkirkjan/Árni Svanur Daníelsson Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni um 10,5 verður lögð fyrir kirkjuþing sem fram fer í um helgina og í byrjun næstu viku. Flest stöðugildin sem lagt er til að verði aflögð eru á landsbyggðinni. Samkvæmt tillögum verða stöðugildi presta á landinu þá alls 134,7 og fækkar þeim um 10,5. Tillagan er unnin af Gísla Jónassyni, formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings og Guðmundi Þór Guðmundssyni, þáverandi skrifstofustjóra biskupsstofu, núverandi lögfræðingi kirkjuþings, með umboði frá biskupi Íslands. Kirkjuþing mun taka afstöðu til tillagna Gísla og Guðmundar Þórs en með þeim er ætlunin að bregðast við því að núverandi fjárhagsstaða Þjóðkirkjunnar leyfi ekki þann fjölda starfsmanna sem nú sé í þjónustu kirkjunnar. Áætlað sé að árlegur sparnaður á launakostnaði verði um það bil 180 til 190 milljónir króna nái tillögunar fram að ganga. Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.Vísir/Vilhelm Miklar breytingar á búsetu Íslendinga Í greinargerð kemur fram við gerð tillagna sé tillit tekið til þeirra „miklu breytinga sem hafa orðið í búsetu Íslendinga á síðustu áratugum, en þær breytingar [hafi] fram að þessu ekki nema að takmörkuðu leyti endurspeglast í breytingum á prestakallaskipan og því hvernig kirkjan hefur nýtt starfsmenn sína. „Verða stöðugildi presta þá alls 134,7 sem er fækkun um 10,5. Stöðugildi á biskupsstofu og í annarri stoðþjónustu yrðu 24,5 sem er fækkun um 1,5. Fjöldi stöðugilda væri þá alls 157,7 en ætti að vera 158 skv. forsendum kirkjujarðasamkomulagins. Til samanburðar skal þess geti að núverandi fjöldi stöðugilda er 169,7,“ segir í minnisblaði Gísla og Guðmundar Þórs. Ísafjarðarkirkja. Í tillögunum er lagt til að fækkað verði um eitt stöðugildi í Ísafjarðarprestakalli.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunum verða eftirfarandi breytingar gerðar á stöðugildum: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Fimm sóknarprestar og tíu prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 17 sem er óbreyttur fjöldi frá því sem nú er. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Sjö sóknarprestar og fimmtán prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 24 sem er fjölgun um 1,5. Gert er ráð fyrir aukningu stöðugilda í Kársnesprestakalli og Digranes- og Hjallaprestakalli vegna væntanlegrar fólksfjölgunar. Kjalarnesprófastsdæmi Fjórir sóknarprestar og fjórtán prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 20 sem er fjölgun um 2. Hér er lagt til fjölgun um eitt stöðugildi í Garðaprestakall þar sem gert er ráð fyrir talsverðri fólksfjölgun. Vesturlandsprófastsdæmi Fjórir sóknarprestar og sex prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 10 sem er fækkun um 1. Hér er lagt til að stöðugildum fækki um eitt með sameiningu Ólafsvíkur- og Ingjaldshóls-, Setbergs-, Staðastaðar- og Stykkishólmsprestaköll í eitt prestakall. Vestfjarðaprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og 2,5 prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 5,5 sem er fækkun um 2 (ef Reykhólaembættið er talið með í fækkuninni). Hér er lagt til að fækkað verði um eitt stöðugildi í Ísafjarðarprestakalli. Þá er lagt til fækkun um eitt stöðugildi í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli sem ekki er setið nú. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Tveir sóknarprestar og fjórir prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 6 sem er fækkun um 2. (Að auki vígslubiskup með þjónustuskyldur.) Hér er lagt til að stöðugildum fækki um tvö með sameiningu Melstaðar-, Hvammstanga-, Skagastrandar- og Þingeyrarklaustursprestaköll í eitt prestakall annars vegar og sameiningu Glaumbæjar-, Hofsós- og Hóla-, Miklabæjar- og Sauðárkróksprestakalla í eitt prestakall hins vegar. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og tíu prestar auk prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 14 sem er fækkun um 2. Hér er lagt til að stöðugildum fækki um tvö með sameiningu Ólafsfjarðar-, Siglufjarðar- og Dalvíkurprestaköll í eitt prestakall annars vegar og sameiningu Húsavíkur-, Grenjaðarstaðar-, Skútustaða- og Langanes- og Skinnastaðarprestaköll í eitt prestakall hins vegar. Austurlandsprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og fimm prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 8 sem er fækkun um 2. Hér er meðal annars lagt til að starf héraðsprests verði lagt niður. Sömuleiðis hækkar um eitt stöðugildi í Austfjarðaprestakalli. Suðurprófastsdæmi Sjö sóknarprestar og átta prestar auk prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 16 sem er fækkun um 1. (Að auki vígslubiskup með þjónustuskyldur.) Hér er meðal annars lagt til að starf héraðsprests verði lagt niður. Sérþjónusta Tólf sérþjónustuprestar í 11,2 stöðugildum sem er fækkun um 4. Er meðal annars lagt til að stöður sjúkrahúsprests og prests sátta verði aflögð. Þá fækkar stöðugildum „samningspresta út 4,5 í 1,5. Biskupsþjónusta Þrír biskupar í 3 stöðugildum. Mikill hallarekstur og miklir hagsmunir í húfi Í greinargerðinni kemur fram að mikill hallarekstur hafi verið hjá Þjóðkirkjunni árið 2020, halli sé enn til staðar á yfirstandandi ári þótt hann hafi væntanlega minnkað töluvert og fyrirsjáanlegur sé hallarekstur á næstu árum, verði ekkert að gert. Verulegur hluti útgjalda þjóðkirkjunnar sé launa- og starfskostnaður vegna vígðrar þjónustu og því um mikla hagsmuni að ræða. Við þessa tillögugerð var horft til þátta eins og mannfjölda, fjölda þjóðkirkjufólks, fjölda kirkna og messuskyldu á þeim, vegalengda og ýmissa landfræðilegra staðhátta sem hafa áhrif á prestsþjónustuna. Einnig var skoðuð líkleg íbúaþróun. Er lagt til að fækkuninni verði náð innan tveggja ára. Áætlunin taki meðal annars til starfa sóknarpresta og presta í prestaköllum, héraðspresta í prófastsdæmum og sérþjónustupresta. Þá verði einnig gert ráð fyrir mannaflaþörf vegna námsleyfa og afleysinga í öðrum leyfum. Þjóðkirkjan Trúmál Vinnumarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Tillagan er unnin af Gísla Jónassyni, formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings og Guðmundi Þór Guðmundssyni, þáverandi skrifstofustjóra biskupsstofu, núverandi lögfræðingi kirkjuþings, með umboði frá biskupi Íslands. Kirkjuþing mun taka afstöðu til tillagna Gísla og Guðmundar Þórs en með þeim er ætlunin að bregðast við því að núverandi fjárhagsstaða Þjóðkirkjunnar leyfi ekki þann fjölda starfsmanna sem nú sé í þjónustu kirkjunnar. Áætlað sé að árlegur sparnaður á launakostnaði verði um það bil 180 til 190 milljónir króna nái tillögunar fram að ganga. Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.Vísir/Vilhelm Miklar breytingar á búsetu Íslendinga Í greinargerð kemur fram við gerð tillagna sé tillit tekið til þeirra „miklu breytinga sem hafa orðið í búsetu Íslendinga á síðustu áratugum, en þær breytingar [hafi] fram að þessu ekki nema að takmörkuðu leyti endurspeglast í breytingum á prestakallaskipan og því hvernig kirkjan hefur nýtt starfsmenn sína. „Verða stöðugildi presta þá alls 134,7 sem er fækkun um 10,5. Stöðugildi á biskupsstofu og í annarri stoðþjónustu yrðu 24,5 sem er fækkun um 1,5. Fjöldi stöðugilda væri þá alls 157,7 en ætti að vera 158 skv. forsendum kirkjujarðasamkomulagins. Til samanburðar skal þess geti að núverandi fjöldi stöðugilda er 169,7,“ segir í minnisblaði Gísla og Guðmundar Þórs. Ísafjarðarkirkja. Í tillögunum er lagt til að fækkað verði um eitt stöðugildi í Ísafjarðarprestakalli.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunum verða eftirfarandi breytingar gerðar á stöðugildum: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Fimm sóknarprestar og tíu prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 17 sem er óbreyttur fjöldi frá því sem nú er. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Sjö sóknarprestar og fimmtán prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 24 sem er fjölgun um 1,5. Gert er ráð fyrir aukningu stöðugilda í Kársnesprestakalli og Digranes- og Hjallaprestakalli vegna væntanlegrar fólksfjölgunar. Kjalarnesprófastsdæmi Fjórir sóknarprestar og fjórtán prestar auk héraðsprests og prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 20 sem er fjölgun um 2. Hér er lagt til fjölgun um eitt stöðugildi í Garðaprestakall þar sem gert er ráð fyrir talsverðri fólksfjölgun. Vesturlandsprófastsdæmi Fjórir sóknarprestar og sex prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 10 sem er fækkun um 1. Hér er lagt til að stöðugildum fækki um eitt með sameiningu Ólafsvíkur- og Ingjaldshóls-, Setbergs-, Staðastaðar- og Stykkishólmsprestaköll í eitt prestakall. Vestfjarðaprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og 2,5 prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 5,5 sem er fækkun um 2 (ef Reykhólaembættið er talið með í fækkuninni). Hér er lagt til að fækkað verði um eitt stöðugildi í Ísafjarðarprestakalli. Þá er lagt til fækkun um eitt stöðugildi í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli sem ekki er setið nú. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Tveir sóknarprestar og fjórir prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 6 sem er fækkun um 2. (Að auki vígslubiskup með þjónustuskyldur.) Hér er lagt til að stöðugildum fækki um tvö með sameiningu Melstaðar-, Hvammstanga-, Skagastrandar- og Þingeyrarklaustursprestaköll í eitt prestakall annars vegar og sameiningu Glaumbæjar-, Hofsós- og Hóla-, Miklabæjar- og Sauðárkróksprestakalla í eitt prestakall hins vegar. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og tíu prestar auk prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 14 sem er fækkun um 2. Hér er lagt til að stöðugildum fækki um tvö með sameiningu Ólafsfjarðar-, Siglufjarðar- og Dalvíkurprestaköll í eitt prestakall annars vegar og sameiningu Húsavíkur-, Grenjaðarstaðar-, Skútustaða- og Langanes- og Skinnastaðarprestaköll í eitt prestakall hins vegar. Austurlandsprófastsdæmi Þrír sóknarprestar og fimm prestar. (Einn þeirra gegnir prófastsskyldum.) Stöðugildi því alls 8 sem er fækkun um 2. Hér er meðal annars lagt til að starf héraðsprests verði lagt niður. Sömuleiðis hækkar um eitt stöðugildi í Austfjarðaprestakalli. Suðurprófastsdæmi Sjö sóknarprestar og átta prestar auk prófasts í fullu starfi. Stöðugildi því alls 16 sem er fækkun um 1. (Að auki vígslubiskup með þjónustuskyldur.) Hér er meðal annars lagt til að starf héraðsprests verði lagt niður. Sérþjónusta Tólf sérþjónustuprestar í 11,2 stöðugildum sem er fækkun um 4. Er meðal annars lagt til að stöður sjúkrahúsprests og prests sátta verði aflögð. Þá fækkar stöðugildum „samningspresta út 4,5 í 1,5. Biskupsþjónusta Þrír biskupar í 3 stöðugildum. Mikill hallarekstur og miklir hagsmunir í húfi Í greinargerðinni kemur fram að mikill hallarekstur hafi verið hjá Þjóðkirkjunni árið 2020, halli sé enn til staðar á yfirstandandi ári þótt hann hafi væntanlega minnkað töluvert og fyrirsjáanlegur sé hallarekstur á næstu árum, verði ekkert að gert. Verulegur hluti útgjalda þjóðkirkjunnar sé launa- og starfskostnaður vegna vígðrar þjónustu og því um mikla hagsmuni að ræða. Við þessa tillögugerð var horft til þátta eins og mannfjölda, fjölda þjóðkirkjufólks, fjölda kirkna og messuskyldu á þeim, vegalengda og ýmissa landfræðilegra staðhátta sem hafa áhrif á prestsþjónustuna. Einnig var skoðuð líkleg íbúaþróun. Er lagt til að fækkuninni verði náð innan tveggja ára. Áætlunin taki meðal annars til starfa sóknarpresta og presta í prestaköllum, héraðspresta í prófastsdæmum og sérþjónustupresta. Þá verði einnig gert ráð fyrir mannaflaþörf vegna námsleyfa og afleysinga í öðrum leyfum.
Þjóðkirkjan Trúmál Vinnumarkaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira