Erlent

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Smituðum hefur fjölgað hratt í Bretlandi síðustu daga. 
Smituðum hefur fjölgað hratt í Bretlandi síðustu daga.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

 Það er hæsta tala á einum degi frá sautjánda júlí í sumar. Um er að ræða sextán prósenta fjölgun smita á einni viku. Aðeins vantar um nítján þúsund smit til viðbótar til að jafna metið hingað til í faraldrinum sem var sett þann áttunda janúar þegar sextíu og átta þúsund manns greindust smitaðir á einum degi.

Talsmaður Boris Johnson forsætisráðherra segir að búist hafi verið við fjölgun smita þegar vetur gengi í garð og að stjórnvöld fylgist náið með ástandinu.

Dauðsföllum fjölgar einnig og sömu sögu er að segja af fjölda þeirra sem leggjast inn á spítala með Covid. Á síðustu sjö dögum hafa um 5500 manns þurft að leggjast inn sem er tæplega sjö prósent fjölgun frá fyrri viku. Þá létust 869 á sama tímabili, sem er fjölgun um rúm ellefu prósent.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×