Enski boltinn

Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford í leik með Manchester United á dögunum.
Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford í leik með Manchester United á dögunum. Oli Scarff - Pool/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að framherji liðsins, Marcus Rashford, þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti, þrátt fyrir frábæra vinnu utan vallar.

Þrátt fyrir að Rashford sé aðeins 23 ára er hann að nálgast 300 leiki fyrir Manchester United, ásamt því að vera búinn að spila 46 leiki fyrir enska landsliðið.

Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti ætli hann sér að mæta þessari tvöföldu áskorun að leika bæði fyrir félagsliðið og landsliðið.

„Hann er að komast á þennan besta aldur fyrir fótboltamann og hans bíður áskorun hér hjá United, og hans bíður einnig áskorun hjá enska landsliðinu,“ sagði Solskjær.

Hins vegar segir Solskjær að Rashford þurfi að einbeita sér að dagvinnunni sinni, en bætti þó við að honum finnist vinna hans utan vallar ekki hafa haft áhrif á frammistöðu hans innan vallar.

„Marcus [Rashford] er búinn að gera algjörlega magnaða og frábæra hluti, en nú þarf hann kannski að setja fótboltann í fyrsta sæti.“

Rashford fór í aðgerð á öxl á dögunum og hefur því ekki leikið með Manchester United upp á síðkastið, en Solksjær gaf það út í vikunni að hann verður í leikmannahópnum þegar liðið mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.


Tengdar fréttir

Rashford líklega á leið í aðgerð

Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.