Himinlifandi Danir fá 1.600 milljóna innspýtingu sem Ísland missir eflaust af Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2021 14:01 Þjálfarinn Kasper Hjulmand fékk létta Carlsberg-sturtu eftir að Danir tryggðu sér sæti á HM í vikunni. Getty/Lars Ronbog Danir eru í skýjunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM karla í fótbolta með ótrúlega sannfærandi hætti en þeir hafa ekki fengið á sig eitt einasta mark í undankeppninni, skorað 27 og unnið alla átta leiki sína. Árangurinn færir danska knattspyrnusambandinu háar fjárhæðir. Með því að tryggja sér sæti á HM í Katar hefur danska knattspyrnusambandið þegar tryggt sér 78 milljónir danskra króna frá FIFA, eða tæplega 1,6 milljarð íslenskra króna, sama hvernig gengi Danmerkur verður á mótinu. Eftir því sem lið komast lengra á mótinu fá þau hærra verðlaunafé. Þýskaland og Danmörk eru einu liðin sem tryggt hafa sér sæti á HM, ásamt gestgjöfunum í Katar. Mikil hækkun frá HM í Brasilíu Samkvæmt grein Ekstrabladet getur Danmörk mest fengið jafnvirði 6,8 milljarða íslenskra króna en þá þarf liðið að verða heimsmeistari. Danmörk lék á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum, líkt og Ísland, og litlu munaði að liðin mættust í 16-liða úrslitunum. Þar féllu Danir úr leik eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Verðlaunaféð hækkar umtalsvert á milli móta eða um rúm 30%, og hefur hækkað um 80% frá því á HM 2014 í Brasilíu, samkvæmt Ekstrabladet. Það sé því ekki skrýtið að menn brosi út að eyrum í höfuðstöðvum danska knattspyrnusambandsins í Bröndby. Eftir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði KSÍ samtals um 3 milljarða króna með árangri sínum á EM 2016 og HM 2018 missti liðið afar naumlega af Evrópumótinu síðasta sumar og á aðeins agnarsmáa möguleika á að komast á HM 2022. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00 Fyrirliði Dana telur að liðið geti farið langt á HM í Katar Danir urðu í gær önnur Evrópuþjóðin sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Katar en Danir hafa unnið fyrstu átta leikina sína í riðlinum og hafa gulltryggt sér efsta sætið. 13. október 2021 20:31 Margir úrslitaleikir fram undan Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. 13. október 2021 16:01 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Með því að tryggja sér sæti á HM í Katar hefur danska knattspyrnusambandið þegar tryggt sér 78 milljónir danskra króna frá FIFA, eða tæplega 1,6 milljarð íslenskra króna, sama hvernig gengi Danmerkur verður á mótinu. Eftir því sem lið komast lengra á mótinu fá þau hærra verðlaunafé. Þýskaland og Danmörk eru einu liðin sem tryggt hafa sér sæti á HM, ásamt gestgjöfunum í Katar. Mikil hækkun frá HM í Brasilíu Samkvæmt grein Ekstrabladet getur Danmörk mest fengið jafnvirði 6,8 milljarða íslenskra króna en þá þarf liðið að verða heimsmeistari. Danmörk lék á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum, líkt og Ísland, og litlu munaði að liðin mættust í 16-liða úrslitunum. Þar féllu Danir úr leik eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Verðlaunaféð hækkar umtalsvert á milli móta eða um rúm 30%, og hefur hækkað um 80% frá því á HM 2014 í Brasilíu, samkvæmt Ekstrabladet. Það sé því ekki skrýtið að menn brosi út að eyrum í höfuðstöðvum danska knattspyrnusambandsins í Bröndby. Eftir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði KSÍ samtals um 3 milljarða króna með árangri sínum á EM 2016 og HM 2018 missti liðið afar naumlega af Evrópumótinu síðasta sumar og á aðeins agnarsmáa möguleika á að komast á HM 2022.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00 Fyrirliði Dana telur að liðið geti farið langt á HM í Katar Danir urðu í gær önnur Evrópuþjóðin sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Katar en Danir hafa unnið fyrstu átta leikina sína í riðlinum og hafa gulltryggt sér efsta sætið. 13. október 2021 20:31 Margir úrslitaleikir fram undan Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. 13. október 2021 16:01 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. 12. október 2021 08:00
Fyrirliði Dana telur að liðið geti farið langt á HM í Katar Danir urðu í gær önnur Evrópuþjóðin sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni HM í Katar en Danir hafa unnið fyrstu átta leikina sína í riðlinum og hafa gulltryggt sér efsta sætið. 13. október 2021 20:31
Margir úrslitaleikir fram undan Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. 13. október 2021 16:01