Margir úrslitaleikir fram undan Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 16:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo þurfa eru á leið í úrslitaleik gegn Serbum um efsta sæti A-riðils. Getty/Gualter Fatia Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu. Nú er landsleikjunum í Evrópu lokið í bili en þráðurinn verður tekinn upp að nýju 11. nóvember og undankeppninni lýkur 16. nóvember. Þá verður orðið ljóst hvaða lið vinna undanriðlana tíu í Evrópu og fara beint á HM, og hvaða tíu lið fara í umspil ásamt tveimur liðum úr Þjóðadeildinni. Þýskaland, Danmörk og gestgjafar Katar eru einu liðin sem þegar eru örugg um sæti á HM. Þýskaland tryggði sér sigur í J-riðli. Ísland á fjarlægan möguleika á að enda í 2. sæti en þá þurfa nær öll úrslit í síðustu tveimur umferðunum að falla með liðinu. Vegna breytinga á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar mun lokastaða Íslands í þeirri keppni ekki koma liðinu í umspilið. En hvernig er staðan í öðrum riðlum? Það er að minnsta kosti ljóst að spennan verður mikil á mörgum vígstöðvum í nóvember. A-riðill Serbía og Portúgal hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Serbar eru stigi yfir en eiga aðeins einn leik eftir og það er á útivelli gegn Portúgölum, 14. nóvember. Sá leikur verður því úrslitaleikur um efsta sætið en leikur Írlands og Portúgals í Dublin þremur dögum fyrr ræður því hvort Serbíu eða Portúgal mun duga jafntefli í lokaumferðinni. Svíar unnu mikilvægan 2-0 sigur gegn Grikklandi og eiga von um að komast beint á HM.AP/Jessica Gow B-riðill Spánn tekur á móti Svíþjóð í lokaumferð B-riðils og líklegt er að sá leikur verði um efsta sætið. Svíþjóð er tveimur stigum ofar en Spánn og á fyrst eftir útileik við Georgíu en Spánn sækir Grikkland heim. C-riðill Í C-riðli er óeiginlegur úrslitaleikur fram undan 12. nóvember þegar Ítalía tekur á móti Sviss. Með sigri svo gott sem tryggir Ítalía sér sigur í riðlinum því liðin eru bæði með 14 stig en Ítalía með tveimur mörkum betri markatölu. Sviss á svo eftir heimaleik við Búlgaríu en Ítalía útileik við Norður-Írland í lokaumferðinni, svo jafntefli gegn Sviss myndi gagnast Ítölum vel. D-riðill Frakklandi dugar að vinna Kasakstan á heimavelli 13. nóvember til að tryggja sér sigur í riðlinum. Baráttan um 2. sæti er hins vegar hörð á milli Úkraínu (9 stig eftir 7 leiki), Finnlands (8 stig eftir 6 leiki) og Bosníu (7 stig eftir 6 leiki). Bosnía á eftir heimaleiki við Finnland og Úkraínu, og stendur því ef til vill best að vígi. Finnland sækir Frakkland heim í lokaumferðinni. Kylian Mbappé er á leið á HM ef að líkum lætur. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og unnu Þjóðadeildina á sunnudag.Getty/Isabella Bonotto E-riðill Belgía er með pálmann í höndunum á toppi E-riðils og getur klárað dæmið með heimasigri gegn Eistlandi 13. nóvember. Jafntefli væri í raun nóg fyrir Belga sem eiga svo inni útileik við Wales í lokaumferðinni. Tékkland og Wales berjast um 2. sætið, eru jöfn að stigum en Tékkland með tveimur mörkum betri markatölu. Tékkland á aðeins eftir heimaleik við Eistland en Wales á heimaleik við Hvíta-Rússland og svo við Belgíu. Markatala getur því hæglega ráðið úrslitum. F-riðill Danmörk hefur þegar unnið riðilinn eftir að hafa unnið alla átta leiki sína, skorað 27 mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Skotar munu líklega landa 2. sætinu en til þess dugar þeim að vinna Moldóvu á útivelli 12. nóvember, eða þá Danmörku á heimavelli í lokaumferðinni. G-riðill Holland (19 stig) og Noregur (17 stig) mætast í Amsterdam í lokaumferðinni 16. nóvember. Norðmenn þurfa fyrst að vinna Lettland á heimavelli til að eiga ekki á hættu að missa Holland of langt fram úr sér en Hollendingar mæta Svartfellingum 13. nóvember. Tyrkland er með 15 stig og gæti náð 2. sætinu en liðið á eftir heimaleik við Gíbraltar og útileik gegn Svartfjallalandi. Hollendingar þurfa líklega að spila úrslitaleik við Noreg um efsta sæti G-riðils.Getty H-riðill Rússland og Króatía enda í tveimur efstu sætunum. Rússar eru tveimur stigum ofar en liðin mætast í Zagreb í lokaumferðinni. Fyrst eiga Rússar heimaleik gegn Kýpur en Króatar sækja Möltu heim, svo fastlega má búast við að Rússum muni duga jafntefli í Zagreb í lokaumferðinni til að tryggja sig inn á HM. I-riðill England (20 stig), Pólland (17 stig) og Albanía (15 stig) eiga enn von um að komast á HM. Englendingar eru í góðum málum og tryggja sig inn á HM með því að vinna Albaníu á heimavelli og San Marínó á útivelli. Pólland á eftir útileik gegn Andorra og heimaleik við Ungverjaland, og er líklegt til að enda í 2. sætinu. J-riðill Þýskaland vann riðilinn eins og fyrr segir en baráttan á milli Rúmeníu (13 stig), Norður-Makedóníu (12 stig) og Armeníu (12 stig) er ótrúlega jöfn. Rúmenar eru í bestum málum en þeir eiga eftir heimaleik við Ísland og útileik gegn Liechtenstein. Norður-Makedónía sækir Armeníu heim og mætir svo Íslandi. Vonin er minnst fyrir Armeníu sem sækir Þýskaland heim í lokaumferðinni. Um veika von Íslands má lesa hér: HM 2022 í Katar Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira
Nú er landsleikjunum í Evrópu lokið í bili en þráðurinn verður tekinn upp að nýju 11. nóvember og undankeppninni lýkur 16. nóvember. Þá verður orðið ljóst hvaða lið vinna undanriðlana tíu í Evrópu og fara beint á HM, og hvaða tíu lið fara í umspil ásamt tveimur liðum úr Þjóðadeildinni. Þýskaland, Danmörk og gestgjafar Katar eru einu liðin sem þegar eru örugg um sæti á HM. Þýskaland tryggði sér sigur í J-riðli. Ísland á fjarlægan möguleika á að enda í 2. sæti en þá þurfa nær öll úrslit í síðustu tveimur umferðunum að falla með liðinu. Vegna breytinga á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar mun lokastaða Íslands í þeirri keppni ekki koma liðinu í umspilið. En hvernig er staðan í öðrum riðlum? Það er að minnsta kosti ljóst að spennan verður mikil á mörgum vígstöðvum í nóvember. A-riðill Serbía og Portúgal hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Serbar eru stigi yfir en eiga aðeins einn leik eftir og það er á útivelli gegn Portúgölum, 14. nóvember. Sá leikur verður því úrslitaleikur um efsta sætið en leikur Írlands og Portúgals í Dublin þremur dögum fyrr ræður því hvort Serbíu eða Portúgal mun duga jafntefli í lokaumferðinni. Svíar unnu mikilvægan 2-0 sigur gegn Grikklandi og eiga von um að komast beint á HM.AP/Jessica Gow B-riðill Spánn tekur á móti Svíþjóð í lokaumferð B-riðils og líklegt er að sá leikur verði um efsta sætið. Svíþjóð er tveimur stigum ofar en Spánn og á fyrst eftir útileik við Georgíu en Spánn sækir Grikkland heim. C-riðill Í C-riðli er óeiginlegur úrslitaleikur fram undan 12. nóvember þegar Ítalía tekur á móti Sviss. Með sigri svo gott sem tryggir Ítalía sér sigur í riðlinum því liðin eru bæði með 14 stig en Ítalía með tveimur mörkum betri markatölu. Sviss á svo eftir heimaleik við Búlgaríu en Ítalía útileik við Norður-Írland í lokaumferðinni, svo jafntefli gegn Sviss myndi gagnast Ítölum vel. D-riðill Frakklandi dugar að vinna Kasakstan á heimavelli 13. nóvember til að tryggja sér sigur í riðlinum. Baráttan um 2. sæti er hins vegar hörð á milli Úkraínu (9 stig eftir 7 leiki), Finnlands (8 stig eftir 6 leiki) og Bosníu (7 stig eftir 6 leiki). Bosnía á eftir heimaleiki við Finnland og Úkraínu, og stendur því ef til vill best að vígi. Finnland sækir Frakkland heim í lokaumferðinni. Kylian Mbappé er á leið á HM ef að líkum lætur. Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og unnu Þjóðadeildina á sunnudag.Getty/Isabella Bonotto E-riðill Belgía er með pálmann í höndunum á toppi E-riðils og getur klárað dæmið með heimasigri gegn Eistlandi 13. nóvember. Jafntefli væri í raun nóg fyrir Belga sem eiga svo inni útileik við Wales í lokaumferðinni. Tékkland og Wales berjast um 2. sætið, eru jöfn að stigum en Tékkland með tveimur mörkum betri markatölu. Tékkland á aðeins eftir heimaleik við Eistland en Wales á heimaleik við Hvíta-Rússland og svo við Belgíu. Markatala getur því hæglega ráðið úrslitum. F-riðill Danmörk hefur þegar unnið riðilinn eftir að hafa unnið alla átta leiki sína, skorað 27 mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Skotar munu líklega landa 2. sætinu en til þess dugar þeim að vinna Moldóvu á útivelli 12. nóvember, eða þá Danmörku á heimavelli í lokaumferðinni. G-riðill Holland (19 stig) og Noregur (17 stig) mætast í Amsterdam í lokaumferðinni 16. nóvember. Norðmenn þurfa fyrst að vinna Lettland á heimavelli til að eiga ekki á hættu að missa Holland of langt fram úr sér en Hollendingar mæta Svartfellingum 13. nóvember. Tyrkland er með 15 stig og gæti náð 2. sætinu en liðið á eftir heimaleik við Gíbraltar og útileik gegn Svartfjallalandi. Hollendingar þurfa líklega að spila úrslitaleik við Noreg um efsta sæti G-riðils.Getty H-riðill Rússland og Króatía enda í tveimur efstu sætunum. Rússar eru tveimur stigum ofar en liðin mætast í Zagreb í lokaumferðinni. Fyrst eiga Rússar heimaleik gegn Kýpur en Króatar sækja Möltu heim, svo fastlega má búast við að Rússum muni duga jafntefli í Zagreb í lokaumferðinni til að tryggja sig inn á HM. I-riðill England (20 stig), Pólland (17 stig) og Albanía (15 stig) eiga enn von um að komast á HM. Englendingar eru í góðum málum og tryggja sig inn á HM með því að vinna Albaníu á heimavelli og San Marínó á útivelli. Pólland á eftir útileik gegn Andorra og heimaleik við Ungverjaland, og er líklegt til að enda í 2. sætinu. J-riðill Þýskaland vann riðilinn eins og fyrr segir en baráttan á milli Rúmeníu (13 stig), Norður-Makedóníu (12 stig) og Armeníu (12 stig) er ótrúlega jöfn. Rúmenar eru í bestum málum en þeir eiga eftir heimaleik við Ísland og útileik gegn Liechtenstein. Norður-Makedónía sækir Armeníu heim og mætir svo Íslandi. Vonin er minnst fyrir Armeníu sem sækir Þýskaland heim í lokaumferðinni. Um veika von Íslands má lesa hér:
HM 2022 í Katar Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira