Kvöldið áður tryggðu Þjóðverjar sér sitt sæti en Danir bættust í hópinn í gærkvöldi. Úrslitin í hinum riðlinum í evrópska hlutanum af undankeppni HM 2022 munu ekki ráðast fyrr en í nóvemberglugganum.
Reached the Euro 2020 semi-finals, their best tournament finish in 28yrs.
— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 13, 2021
Achieve qualification to the 2022 FIFA World Cup with 8 wins out of 8, scoring 27 goals and conceding 0.
2021 was the year Denmark proved they're a serious force in European football pic.twitter.com/vKTuAeOh3G
Danir tryggðu sig inn á HM með þessum 1-0 sigri á Austurríki í Kaupmannahöfn í gær en það Joakim Mæhle, bakvörður Atalanta á Ítalíu, var sem skoraði sigurmarkið í seinni hálfleiknum.
Fyrirliðinn Simon Kjær var líka kokhraustur eftir leikinn enda ánægður með að sætið sé tryggt þegar enn eru eftir tvær umferðir í riðlinum.
Danir komust alla leið í undanúrslitin á EM í sumar þrátt fyrir að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, út í fyrsta leik eftir að miðjumaðurinn snjalli lenti í hjartstoppi. Eriksen hann náði sér sem betur fer en er ekki farinn að spila fótbolta aftur.
„Við erum komnir langa leið en við erum bara orðnir hungraðri í eitthvað meira,“ sagði Simon Kjær í viðtali við Kanal 5 eftir leikinn.
File Simon Kjaer being nominated for the Ballon d'Or under things you love to see pic.twitter.com/cjHffmuuXT
— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2021
„Við höfum byggt upp sterkan hóp og heilbrigt hugarfar og menn eru alltaf reiðubúnir að bæta sig. Við vegum hvern annan upp og það plús gæðin í liðinu okkar getur farið með okkur langt,“ sagði Kjær.
Danir eru með sjö stiga forskot á Skota sem eru í öðru sæti riðilsins.
8 #WCQ games
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 12, 2021
8 wins
27 goals scored
0 goals conceded
Denmark didn't just reach the #WorldCup, but reached it in extraordinary style pic.twitter.com/lXSigrVxRA