Erlent

Þingi slitið í Japan og kosið fyrir lok mánaðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Fumio Kishida (fyrir miðju) og aðrir þingmenn fögnuðu eftir að forseti neðri deildarinnar lýsti því að þingi hefði verið slitið í morgun.
Fumio Kishida (fyrir miðju) og aðrir þingmenn fögnuðu eftir að forseti neðri deildarinnar lýsti því að þingi hefði verið slitið í morgun. AP/Eugene Hoshiko

Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í dag en hann ætlar að boða til þingkosninga 31. október. Aðeins tíu dagar eru síðan þingið kaus Kishida sem forsætisráðherra en hann segist nú leita að umboði til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.

Síðast var kosið til þings í Japan árið 2017 en þá vann Frjályndi lýðræðisflokkurinn hreinan meirihluta þingsæta. Þá var flokkurinn enn undir forystu Shinzo Abe. Eftirmaður Abe, Yoshihide Suga tilkynnti í september að hann sæktist ekki eftir því að sitja áfram eftir aðeins ár í embættinu. 

Kishida tók þá við stjórnartaumunum í flokknum og var kjörinn forsætisráðherra af þingmönnum.

Kosningabaráttan hefst strax á fimmtudag. Kosið er um öll 465 sætin í neðri deild þingsins sem er sú valdameiri í Japan. Kishida lofar því að stýra landinu með traust og samhyggð að leiðarljósi, að sögn AP-fréttastofunnar.

Ákvörðun Kishida um að rjúfa þing er ekki óumdeild. Yuichiro Tamaki, leiðtogi Lýðræðislega þjóðarflokksins, sakar Kishida um eigirni fyrir að boða til kosninga svo snemma í forsætisráðherratíð sinni.

„Það er óljóst fyrir hvaða stefnumálum hann sækist eftir umboði frá kjósendum,“ segir Tamaki.


Tengdar fréttir

Kis­hida stað­festur í em­bætti for­sætis­ráð­herra

Fumio Kishida hefur tekið við sem nýr forsætisráðherra Japans. Kishida var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu viku og samþykkti meirihluti japanska þingsins Kishida svo sem forsætisráðherra í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×