Erlent

Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Maðurinn skaut örvum eins og sjá má hér, en ein þeirra festist í húsvegg.
Maðurinn skaut örvum eins og sjá má hér, en ein þeirra festist í húsvegg. Hakon Mosvold Larsen/NTB Scanpix via AP)

Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Lögreglan í Kongsberg fékk ábendingu um mann vopnaðan boga og örvum fyrr í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu skaut maðurinn upphaflega á fólk í Coop-verslun í vesturhluta bæjarins. Árásarmaðurinn hélt síðan áfram inn í miðbæinn en lögregla vinnur að því að kortleggja ferðir hans.

Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu og var vesturhluta bæjarins lokað. Íbúar voru beðnir um að halda sig heima og ringulreið greip um sig meðal bæjarbúa. Herinn kom til aðstoðar auk þyrla og fjölda sjúkrabíla.

Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.EPA-EFE/HAKON MOSVOLD LARSEN

Lögreglu tókst að handsama manninn eftir nokkur átök og hefur hann verið færður á lögreglustöðina í Drammen. Maðurinn er sagður hafa verið einn að verki.

Vegna árásarinnar hafa yfirvöld í Noregi tekið þá ákvörðun um að lögreglumenn í Noregi beri á sér skotvopn næstu daga, sem varúðarráðstöfun. Líkt á Íslandi eru lögreglumenn í Noregi alla jafna ekki vopnaðir byssum.

Biðja Íslendinga í Kongsberg um að láta vita af sér

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga í Kongsberg um að láta aðstandendur vita um stöðu mála hjá þeim, en hafa samband við borgaraþjónustuna ef aðstoðar er þörf.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×