Fótbolti

Gleymdu stjörnurnar skoruðu í æfingarleik með Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio 'Kun' Aguero var kynntur til leiks fyrir tímabilið en meiddist strax. Hann var loksins með í æfingaleik í dag.
Sergio 'Kun' Aguero var kynntur til leiks fyrir tímabilið en meiddist strax. Hann var loksins með í æfingaleik í dag. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Sergio Aguero opnaði markareikninginn sinn hjá Barcelona í dag í æfingarleik á móti þriðju deildarliði.

Aguero gekk til liðs við Barcelona fyrir tímabilið en meiddist rétt fyrir tímabil. Hann er nú byrjaður að æfa sem eru góðar fréttir fyrir Börsunga.

Aguero kom liðinu í 1-0 en Barcelona varð að sætta sig við 2-2 jafntefli við UE Cornella í leiknum sem var spilaður fyrir luktum dyrum á æfingasvæði Barcelona.

Miðjumaðurinn Philippe Coutinho skoraði hitt markið og því má segja að gleymdu stjörnurnar hafi gert mörk liðsins í leiknum.

Margir leikmenn Barcelona voru uppteknir með landsliðum sínum en þessir tveir hafa minnt aðeins á sig með þessum mörkum.

Það er stór vika framundan hjá Barcelona en liðið spilar þá þrjá heimaleiki á móti Valencia, Dynamo Kiev og Real Madrid sem fara allir fram á Nývangi.

Hinn ungi Ansu Fati tók líka þátt í leiknum en Ousmane Dembele, sem er byrjaður að æfa á ný eftir þriggja mánaða fjarveru, var ekki með.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.