Jökullinn logaði í fyrsta U-21 árs landsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 14:30 Jökull Andrésson lét vel í sér heyra í leiknum gegn Portúgal í gær. vísir/vilhelm Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta í gær. Ísland tapaði þá fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2022. Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi. Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi.
Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn