Jökullinn logaði í fyrsta U-21 árs landsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 14:30 Jökull Andrésson lét vel í sér heyra í leiknum gegn Portúgal í gær. vísir/vilhelm Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta í gær. Ísland tapaði þá fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2022. Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi. Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi.
Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27