Jökullinn logaði í fyrsta U-21 árs landsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 14:30 Jökull Andrésson lét vel í sér heyra í leiknum gegn Portúgal í gær. vísir/vilhelm Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta í gær. Ísland tapaði þá fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2022. Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi. Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi.
Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27