Jökullinn logaði í fyrsta U-21 árs landsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 14:30 Jökull Andrésson lét vel í sér heyra í leiknum gegn Portúgal í gær. vísir/vilhelm Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta í gær. Ísland tapaði þá fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2022. Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi. Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Markvörðurinn átti mjög góðan leik í Víkinni í gær en því miður var sömu sögu að segja af kollega hans í marki Portúgals, Celton Biai. Jökull varði alls sjö skot í leiknum í gær en átti litla möguleika þegar Fábio Vieira skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Í uppbótartíma gerði Jökull sér ferð fram í aukaspyrnu íslenska liðsins. Hann átti skalla og í kjölfarið voru Íslendingar nálægt því að skora. Það tókst hins vegar ekki, Portúgalir brunuðu fram og skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Vörslur Jökuls og færi Íslendinga undir lok leiks í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Jökuls gegn Portúgal Mosfellingurinn kvaðst ánægður með eigin frammistöðu þótt hann hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira fyrir hana. „Persónulega fannst mér sjálfum mér ganga bara mjög vel. Eina sem okkur langaði í dag var að vinna og mér fannst við óheppnir,“ sagði Jökull við Vísi eftir leikinn. Hann sat á bekknum fyrir Elías Rafn Ólafsson í síðustu landsleikjahrinu. Elías var hins vegar valinn í A-landsliðið að þessu sinni og lék báða leiki þess í undankeppni HM 2022. Því fékk Jökull langþráð tækifæri með U-21 árs landsliðinu í gær. Og hann ætlar að halda sæti sínu í liðinu. „Auðvitað velur Davíð [Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins] bara markmanninn sem hann langar að velja en ég ætla bara að gera mitt allra besta til að halda mér í þessu liði. Þetta er þar sem ég vil vera núna, mig langar að spila með þessum strákum þetta eru allt bestu vinir mínir. Það eina sem ég er að stefna á núna er að halda áfram að spila með þessu liði og við sjáum svo bara hvað gerist í framtíðinni.“ Klippa: Viðtal við Jökul Jökull, sem er tvítugur, hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en leikur núna sem lánsmaður með Morecambe í ensku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið á láni hjá Hungerford Town og Exeter City. Bróðir Jökuls, Axel Óskar, lék átján leiki með U-21 árs landsliðinu á sínum tíma og á tvo A-landsleiki á ferilskránni. Hann leikur með Riga í Lettlandi.
Tengdar fréttir Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. 12. október 2021 17:43
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs spilaði sinn þriðja leik í undankeppni EM U21 gegn Portúgal á Víkingsvelli í dag. Íslenska liðið spilaði góðan leik en uppskáru engin stig en leiknum lauk með 0-1 sigri Portúgals. 12. október 2021 18:27