Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 17:43 Davíð Snorri Jónasson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Vísir/Vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. „Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55