Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 17:43 Davíð Snorri Jónasson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Vísir/Vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. „Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55