Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 11:39 Davíð er að hluta falinn ofan í hólki í ítalska skálanum á heimssýningunni í Dúbaí. AP/Kamran Jebreili Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni. Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova. Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“