Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 11:39 Davíð er að hluta falinn ofan í hólki í ítalska skálanum á heimssýningunni í Dúbaí. AP/Kamran Jebreili Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni. Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova. Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent