Rannsaka mögulegt tilfelli Havana-heilkennisins í Kólumbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 11:14 Talið er að tilfelli Havana-heilkennisins hafi komið upp í sendiráði Bandaríkjanna í Bógóta í Kólumbíu. Google maps/skjáskot Bandarísk yfirvöld rannsaka nú möguleg tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í Kólumbíu aðeins nokkrum dögum áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að ferðast þangað. Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar. Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Bógóta fundið fyrir einkennum heilkennisins, þar á meðal nístandi sársauka í eyrum, þreytu og svima. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í bandaríska og kanadíska sendiráðinu á Kúbu árið 2016 en síðan þá hafa bandarískir diplómatar um allan heim fundið fyrir einkennum heilkennisins. Óþekkt er hvað veldur heilkenninu en sumir hafa velt því upp hvort einhvers konar örbylgjuvopn valdi því. Wall Street Journal greindi frá því í gær að sendiráðsstarfsmenn í Kólumbíu hafi frá því um miðjan september fundið fyrir einkennum heilkennisins. Í frétt blaðsins er vísað í tölvupósta sem sendir voru af Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Kólumbíu, þar sem hann skrifar um fjölda „óútskýranlega heilsubresti“ starfsmanna sinna. Í tölvupóstinum skrifar hann að starfsmennirnir hafi fundið fyrir „UHI“, sem samkvæmt frétt Wall Street Journal er hugtak notað af bandarískum diplómötum um Havana-heilkennið. Talið er að um 200 hafi fengið Havana-heilkennið, um helmingur þeirra séu starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Flestir hafa lýst keimlíkum einkennum, eyrnaverkjum, þreytu, svima og ógleði og hafa margir hverjir fundið fyrir svima og þreytu svo mánuðum skipti. Heilkennið hefur haft áhrif á sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna víða um heim. Í sumar lýstu sendiráðsstarfsmenn í Vínarborg einkennum heilkennisins, þá er talið að tilfelli þess hafi komið upp í bandaríska sendiráðinu í Berlín fyrir stuttu og hefur lögreglan í Berlín það nú til rannsóknar.
Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52 Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Þýska lögreglan rannsakar tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu Lögreglan í Berlín rannsakar nú dularfull tilfelli Havana-heilkennisins svokallaða meðal starfsmanna bandaríska sendiráðsins í borginni. Rannsóknin hófst í ágúst og miðar að því að kanna hvort örbylgjuárás hafi verið gerð á sendiráðsstarfsmenn. 9. október 2021 09:03
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. 24. ágúst 2021 22:52
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56