Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 10:44 Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Manchester á Englandi. Ráðast þarf í mikla innviðauppbyggingu fyrir rafbíla á næstu árum enda stendur víða til að banna nýja bensín- og dísilbíla. Vísir/Getty Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló. Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló.
Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira