Fótbolti

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu verða að öllum líkindum undir miklu leikjaálagi á næsta tímabili.
Cristiano Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu verða að öllum líkindum undir miklu leikjaálagi á næsta tímabili. Gualter Fatia/Getty Images

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Frá þessu er greint á franska miðlinum L'Équipe, en mótið verður spilað frá 21. nóvember og þar til úrslitin eru ráðin þann 18. desember.

Eins og áður segir losna leikmenn ekki frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en heimsmeistaramótið hefst, en reyndir landsliðsþjálfarar eru vanari því að fá leikmennina til sín um mánuði fyrir mót.

Leikmenn hafa æft saman og jafnvel leikið æfingaleiki með sínum landsliðum dagana fyrir heimsmeistaramótið hér áður fyrr, en nú þegar að liðin hafa einungis viku í undirbúning er spurning hversu mikið er hægt að gera á þessum stutta tíma.

Þá er einnig gert ráð fyrir að stærstu deildir Evrópu hefjist á ný annan dag jóla, þann 26. desember, eða átta dögum eftir úrslitaleik HM. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem komast langt á HM fái ekki mikla hvíld á milli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.