Erlent

Staðfesta dánarorsök Petito

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvarf Gabby Petito fangaði athygli Bandaríkjamanna. Hún og Laundrie fóru mikinn á samfélagsmiðlum á ferðalagi sínu á meðan allt lék í lyndi.
Hvarf Gabby Petito fangaði athygli Bandaríkjamanna. Hún og Laundrie fóru mikinn á samfélagsmiðlum á ferðalagi sínu á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar.

Mál Petito hefur vakið mikla athygli en hin 22 ára ferðabloggari hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana.

Lík hennar fannst í síðasta mánuði í Wyoming og varð rannsakendum snemma ljóst að hún hafði verið myrt. Dánarstjórinn hefur nú gefið út að Petito hafi verið kyrkt. Hann vildi þó ekki gefa upp hvort einhvers konar tól hefði verið notað við verknaðinn.

Lögreglan í Wyomong vill ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á Petito en Laurie hvarf sjálfur eftir að hann sneri heim úr ferðalaginu. Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur honumfyrir að svíkja út fé með greiðslukorti.


Tengdar fréttir

Unnusti Petito á­kærður fyrir greiðslu­korta­svindl

Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×