Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 17:43 Davíð Snorri Jónasson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Vísir/Vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. „Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann