Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 17:43 Davíð Snorri Jónasson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Vísir/Vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. „Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fleiri fréttir Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55