Davíð Snorri: „Megum ekki detta í það að sætta okkur við að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 17:43 Davíð Snorri Jónasson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Vísir/Vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Íslenska U21 árs landsliðs karla, var svekktur eftir 1-0 tap gegn sterku liði Portúgals á Víkingsvelli í dag. „Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð bara mjög svekktur með að tapa. Við sögðum það fyrir leikinn að við gætum klárað þennan leik, gætum unnið hann og þetta yrði hörku leikur og hann var það,“ sagði Davíð í leikslok. „Margt af því sem við settum upp, hvernig við vildum láta þá bera upp boltann gekk og við náðum að koma þeim í vandræði. Sama með uppspilið við náðum að nýta breiddina vel og fáum nokkur færi. Auðvitað bara mjög svekktur því margt sem við gerðum var bara mjög gott og við verðum að taka það með okkur. Svekktur með að tapa og sérstaklega eftir svona dramatík í lokin að vera í tveimur góðum sénsum bara í uppbótartíma. Við hefðum allavega getað tekið stigið úr því sem komið var,“ sagði Davíð Snorri. Íslenska liðið skapaði sér nokkur mjög ákjósanleg marktækifæri, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og í uppbótartíma í þeim síðari, en Celton Biai, markvörður Portúgala, átti magnaðan leik og kom í veg fyrir að Ísland skoraði í leiknum. Davíði Snorra fannst Celton góður í leiknum en Íslensku leikmennirnir voru það einnig. „Já, já og örugglega einhver hjá okkur líka. Við vorum mjög góðir í dag. Vorum góðir í mörgu sem við vildum gera og þeir eru með gott lið og góðan markmann, svona er þetta,“ sagði Davíð Snorri. Jökull Andrésson, markvörður Íslands, spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið og líkt og kollegi sinn hjá Portúgal þá átti hann virkilega góðan leik. „Jökull er náttúrulega bara þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög leikreyndur og hann stóð sig vel í dag eins og allt liðið,“ sagði Davíð Snorri um markvörðinn unga og hans frumraun. Líkt og fyrr segir var Portúgalska liðið sem mætti í dag virkilega sterkt og með valinn mann í hverri stöðu. Davíð Snorri vill meina að Íslendingar þurfi að hætta að sætta sig við að tapa á heimavelli. „Við megum ekki fara þangað að sætta okkur við, þótt við séum að spila við Portúgal sem er frábær þjóð, megum ekki sætta okkur við að vera heima og tapa. Við megum það ekki. Margt sem við gerðum og lögðum upp með, að reyna komast nær í pressunni það gekk að mörgu leyti vel og hvernig við nýttum sóknarleikinn. Margt fínt en eins og ég segi þá megum við ekki detta í það að sætta okkur við að tapa þótt við séum að spila á móti góðu liði,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Portúgal 0-1 | Naumt tap í hörkuleik Íslenska U-21 árs liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar Portúgal kom í heimsókn í Víkina. 12. október 2021 16:55