Erlent

Stefna að byggingu fjölda al­mennra í­búða í Kristjaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Fríríkið Kristjanía var stofnað árið 1971.
Fríríkið Kristjanía var stofnað árið 1971. Getty

Danska ríkisstjórnin ætlar sér að láta reisa allt að 22 þúsund íbúðir fyrir almennan markað á nokkrum stöðum í Kaupmannahöfn, þeirra á meðal Kristjaníu, fram til ársins 2025.

Þetta kemur fram á vef dönsku ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin vill kanna hvort hægt sé byggja almennar íbúðir á nokkrum ákveðnum stöðum í Kaupmannahöfn, svo sem Skjolds Plads á Nørrebro, Bispebjerg og Kristjaníu,“ segir í nýrri skýrslu.

Staðirnir þar sem danska ríkisstjórnin vill láta reisa nýjar íbúðir.danska ríkisstjórnin

Deilur hafa lengi staðið um Kristjaníu eftir að stofnað var fríríki þar á áttunda áratugnum. Fíkniefnaviðskipti hafa verið mikil í hverfinu en á síðustu árum hefur lögregla framfylgt dönskum lögum þar sem og annars staðar í Kaupmannahöfn.

Á vef DR segir að ekki liggi fyrir hvort mögulegt sé að byggja íbúðahúsnæði í Kristjáníu. Vilji standi þó að kanna hvort mögulegt sé og að unnið verði markvisst að því að reisa slíkt húsnæði í umræddu hverfi og víðar.

Þá er heldur ekki tekið fram hverjar hugmyndirnar séu um fjölda nýrra íbúða í Kristjaníu. Unnið sé að málinu í samstarfi við borgarstjórn Kaupmannahafnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.