Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 08:00 Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen fagna fjórða og síðasta markinu gegn Liechtenstein í gærkvöld. vísir/Vilhelm Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00
Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15