Máttarstólpar heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 13:30 Kári Árnason var ánægður með Hannes Þór Halldórsson eftir að sá síðarnefndi varði víti frá Lionel Messi í jafnteflinu við Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty Tveir af máttarstólpunum í karlalandsliði Íslands í fótbolta á stærstu sigurstundum í sögu þess verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld. Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir fyrir leik Íslands og Liechtenstein sem hefst klukkan 18:45. Rétt áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir stendur til að hylla leikmennina tvo og KSÍ hvetur því áhorfendur til að mæta tímanlega. Hannes og Kári léku báðir sína síðustu landsleiki í yfirstandandi undankeppni HM. Þó að sú keppni hafi ekki gengið sem skyldi geta þeir ornað sér við minningar um risastórar stundir í íslenskri íþróttasögu, líkt og í lokakeppni EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018 þar sem þeir voru báðir áberandi. Hannes, sem er 37 ára gamall, lék sinn fyrsta landsleik í september 2011 þegar hann hélt markinu hreinu í 1-0 sigri á Kýpur í undankeppni EM, undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Hann lék alls 77 landsleiki og bætti met Birkis Kristinssonar um þrjá leiki, yfir flesta landsleiki markvarðar fyrir Ísland. Hannes hefur lagt landsliðstreyjuna á hilluna en ætlar að halda áfram að spila fótbolta, þó svo að óvíst sé að það verði með núverandi liði hans Val. Kári á einn leik eftir á Laugardalsvelli Kári hefur aftur á móti ákveðið að bikarúrslitaleikurinn gegn ÍA á laugardaginn verði sinn síðasti leikur á ferlinum. Kári, sem varð Íslandsmeistari með Víkingi á dögunum, er 38 ára gamall og lék slétta 90 A-landsleiki fyrir Ísland. Líkt og Hannes varð Kári fastamaður í byrjunarliði Íslands eftir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson höfðu tekið við stjórnartaumunum árið 2012. Fram að því hafði hann þó leikið vel á annan tug landsleikja en fyrsti landsleikur Kára var vináttulandsleikur gegn Ítalíu í mars 2005, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. KSÍ HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir fyrir leik Íslands og Liechtenstein sem hefst klukkan 18:45. Rétt áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir stendur til að hylla leikmennina tvo og KSÍ hvetur því áhorfendur til að mæta tímanlega. Hannes og Kári léku báðir sína síðustu landsleiki í yfirstandandi undankeppni HM. Þó að sú keppni hafi ekki gengið sem skyldi geta þeir ornað sér við minningar um risastórar stundir í íslenskri íþróttasögu, líkt og í lokakeppni EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018 þar sem þeir voru báðir áberandi. Hannes, sem er 37 ára gamall, lék sinn fyrsta landsleik í september 2011 þegar hann hélt markinu hreinu í 1-0 sigri á Kýpur í undankeppni EM, undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Hann lék alls 77 landsleiki og bætti met Birkis Kristinssonar um þrjá leiki, yfir flesta landsleiki markvarðar fyrir Ísland. Hannes hefur lagt landsliðstreyjuna á hilluna en ætlar að halda áfram að spila fótbolta, þó svo að óvíst sé að það verði með núverandi liði hans Val. Kári á einn leik eftir á Laugardalsvelli Kári hefur aftur á móti ákveðið að bikarúrslitaleikurinn gegn ÍA á laugardaginn verði sinn síðasti leikur á ferlinum. Kári, sem varð Íslandsmeistari með Víkingi á dögunum, er 38 ára gamall og lék slétta 90 A-landsleiki fyrir Ísland. Líkt og Hannes varð Kári fastamaður í byrjunarliði Íslands eftir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson höfðu tekið við stjórnartaumunum árið 2012. Fram að því hafði hann þó leikið vel á annan tug landsleikja en fyrsti landsleikur Kára var vináttulandsleikur gegn Ítalíu í mars 2005, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli.
KSÍ HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56