Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 07:31 Andri Lucas Guðjohnsen, sem skoraði í sínum fyrsta A-landsleik gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði, gæti fengið fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30
Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20