„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik í kvöld en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira