„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik í kvöld en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira