„Verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 12:00 Birkir Bjarnason er fyrirliði Íslands í þessum landsleikjaglugga. Vísir/Jónína Guðbjörg Birkir Bjarnason segir að ekki sé hægt að saka endurnýjað og gjörbreytt landslið Íslands í fótbolta um stemnings- eða andleysi. Það sé ekki ástæðan fyrir 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag. Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Fleiri fréttir Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Sjá meira
Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Fleiri fréttir Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30