Ísland og Armenía gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í gær. Kári Kristján, sem á að baki 148 A-landsleiki í handbolta, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sendi leikmönnum íslenska landsliðsins væna pillu.
„Kann enginn helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan … fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!“ sagði Kári Kristján á Facebook-síðu sinni eftir jafntefli gærdagsins.

Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands, tók undir orð Kára.
„Algjörlega sammála Kári! Rannsókn frá EM í fótbolta 2016 sýndi að liðin sem sungu með þjóðsöngnum stóðu sig betur en hin. Stemningin skiptir heldur betur máli. Að syngja þjappar fólki saman og dregur úr yfirspennu. Þetta vitið þið í handboltanum.“
„Bara heldur helvítis betur. Lágmarkskrafa að virða augnablikið!“ svaraði Kári.
Viðar tjáði sig einnig um skot á stemningu sem og ákefð á Twitter-síðu sinn að leik loknum.
„Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn…“
Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) October 8, 2021
Ísland mætir Liechtenstein á mánudaginn kemur, þann 11. október, á Laugardalsvelli og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn liðsins taki betur undir með þjóðsöngnum heldur en í gærkvöld.