Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 15:13 Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana. EPA-EFE/ALBA VIGARAY Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni. Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni.
Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01