Breska lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés Bretaprins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 15:13 Giuffre er sögð hafa rætt við bresku lögregluna um Andrés Bretaprins og meint kynferðisofbeldi sem hann hafi beitt hana. EPA-EFE/ALBA VIGARAY Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa tekið skýrslu af Virginiu Roberts Giuffre, konunni sem hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni. Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Giuffre kærði Andrés fyrir nauðgun í ágúst og stuttu eftir það sagði Cressida Dick, lögreglusjóri í Lundúnum, í viðtali að enginn væri yfir lögin hafinn. Þá væri lögreglan með málið til rannsóknar. Lögreglan hefur þegar kannað málið tvisvar en nú þyrfti að meta hvort næg sönnunargögn séu til staðar og hvort málið falli yfir höfuð undir breskt valdsvið. Samkvæmt frétt The Sunday Times hefur Giuffre þegar rætt við bresku lögregluna um málið en hún býr í Ástralíu. Óljóst sé þó hvort um formlega skýrslutöku hafi verið að ræða. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og Krúnan hefur lýst því yfir að áskanirnar séu falskar og byggðar á völtum grunni. Stækkuð mynd af Andrési og Giuffre. Á myndinni sést einnig Ghislaine Maxwell, sem hefur verið sökuð um að sjá Epstein og vinum hans fyrir ungum stúlkum. Getgátur eru uppi um að Epstein sjálfur hafi tekið myndina. Í kæru Giuffre gegn Andrési er hann sakaður um að hafa brotið kynferðislega á henni á heimili bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell í Lundúnum og á heimilum í eigu auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Giuffre heldur því fram að hún hafi verið „lánuð í kynferðislegum tilgangi“ af Epstein, sem var dæmdur kynferðisbrotamaður og var til rannsóknar fyrir mansal og kynferðisbrot áður en hann tók eigið líf í fangelsi árið 2019. Þá stendur aðalmeðferð í máli Maxwell yfir um þessar mundir en hún er talin hafa verið samverkakona Epsteins. Andrés prins þarf að bregðast við ákærunni fyrir 29. október næstkomandi en Giuffre hefur krafst þess að hann greiði henni miskabætur. Hversu háar er þó ekki tekið fram í kærunni.
Kóngafólk Bretland Erlend sakamál Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37 Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59
Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali. 25. september 2021 18:37
Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. 17. september 2021 15:01