Enski boltinn

Íhugar að kaupa Derby eftir að hafa selt Newcastle

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mike Ashley ekki endilega sagt sitt síðasta í enska boltanum.
Mike Ashley ekki endilega sagt sitt síðasta í enska boltanum. vísir/getty

Mike Ashley skoðar nú möguleikann á að taka yfir annað fótboltalið eftir að hafa selt Newcastle á dögunum.

Sjóður í eigu Mohammed Bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, tók yfir 80% hlut Ashley í Newcastle fyrr í vikunni og greiddi fyrir það 300 milljónir punda. Nýir eigendur eru þeir ríkustu í heimi og má ætla að stökkbreyting verði á leikmannahópi Newcastle á næstu árum.

Ashley, sem hefur átt meirihluta í Newcastle frá árinu 2007 er nú að skoða kaup á öðru fótboltafélagi og þykir líklegur til að sækjast eftir hlut í enska B-deildarliðinu Derby County.

Derby hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum á undanförnum árum en liðinu er stýrt af Manchester United goðsögninni Wayne Rooney.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×