Fótbolti

Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr heimaleik Barcelona á leiktíðinni. Liðið þarf að færa sig um set á næsta ári.
Úr heimaleik Barcelona á leiktíðinni. Liðið þarf að færa sig um set á næsta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia

Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik.

Þetta kemur fram í frétt Sky Sports og ljóst er að Börsungar eru að fara sömu leið og Real Madríd sem lék heimaleiki sína á æfingasvæði sínu þar sem Santiago Bernabéu var lokaður vegna viðgerða.

Samkvæmt Laporta munu viðgerðir Camp Nou taka þrjú til fjögur ár en Börsungar munu aðeins þurfa að leika heimaleiki sína á öðrum velli í 12 mánuði.

„Við erum að skoða aðra valmöguleika en líklegasti áfangastaðurinn er Johan Cruyff-völlurinn,“ sagði Laporta um málið. Um er að ræða leikvang þar sem kvennalið Börsunga spilar heimaleiki sína.

Hann tekur aðeins sex þúsund áhorfendur í sæti en ef karlalið félagsins á að spila þarf að vera hægt að koma 50 þúsund áhorfendum fyrir á leikvanginum. Ef það er ekki hægt er horft til Montjuic-vallarins þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram. Espanyol, erkifjendur Barcelona, lék heimaleiki sína þar í þónokkur ár.

Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu með 99 þúsund sæti. Barcelona stefnir í að bæta við 11 þúsund sætum sem og félagið vill taka leikvanginn í gegn. Laporta segir uppfærðan Camp Nou vera grundvöll fyrir því að félagið verði starfhæft á næstu árum.


Tengdar fréttir

Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launa­laust

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.