Leikurinn sjálfur var þó einkar tíðindalítill og ekki upp á marga fiska. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.
Fyrir leik var mikið rætt og ritað um hversu fámennt var í stúkunni ásamt því að sumir vildu fá nýjan þjóðsöng.
Held ég hafi aldrei verið í lélegri stemningu á landsleik. Það er eiginlega upplifun að vera hérna.
— Henry Birgir (@henrybirgir) October 8, 2021
Líst vel á byrjunarlið Íslands í kvöld og minni á bænina sem Stjörnumenn sömdu á sínum tíma:
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) October 8, 2021
Frá Íslandi
Ég aldrei vík
Sú tilfinning
Er engu lík
Elsku frændi @snjallbert
— Albert Ingason. (@Snjalli) October 8, 2021
Hann er að kíkja á úrið sitt..... Ekki að klessa hann pic.twitter.com/NT8KuiF7zM
Stefnir í mjög neyðarlegt víkingaklapp eftir nokkrar mín.
— Henry Birgir (@henrybirgir) October 8, 2021
Þetta er eins og að vera á deildarleik hjá Fram.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) October 8, 2021
Stærri Laugardalsvöll takk
— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 8, 2021
Núna var kjörið tækifæri að skipta um þjóðsöng. Hef lengi barist fyrir því að Africa með Toto tæki við keflinu. En gæti sætt mig við Sumarliði er fullur með Bjartmari. #islarm
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 8, 2021
We are in the battlefield #Armenia #ArmeniaNT #ISLARM #EQ #EuropeanQualifiers # #WCQ pic.twitter.com/iW6vqVdhNV
— Official Armenian FF (@OfficialArmFF) October 8, 2021
Armenía komst yfir með marki þar sem boltinn fór augljóslega út af. Ótrúleg dómgæsla.
Hver andskotinn er í gangi hérna? pic.twitter.com/wznpHKKxXG
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) October 8, 2021
Hveeeeeernig bara hvernig fær þetta mark að standa? Boltinn er farinn útaf!
— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) October 8, 2021
VAR boltinn ekki útaf!!!
— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 8, 2021
Aldrei séð bolta fara svona mikið útaf #islarm
— Hafdis Saeland (@hafdissaeland) October 8, 2021
Boltinn var bara komin upp í þróttaraheimili.
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) October 8, 2021
Ég held að Armenarnir myndu komast upp með að drippla helvítis tuðrunni. Standardinn á þessu maaar
— Árni Jóhannsson (@arnijo) October 8, 2021
So VAR doesn't check if the ball has gone out of play by half a metre, fair enough then...
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) October 8, 2021
Djöfull var þessi bolti langt útaf
— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) October 8, 2021
Armenar komnir yfir á Laugardalsvelli. Kamo Hovhannisyan skorar á 35. mínútu. pic.twitter.com/QwrTHdqkYp
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 8, 2021
Ótrúlegt að markmaðurinn hafi ekki skrapað sig eftir að hann renndi sér eftir suðurlandsbrautinni þegar að hann bjargaði boltanum.
— Birkir Björnsson (@birkirbjorns) October 8, 2021
Það er ekki boðlegt í alþjóðlegri knattspyrnu að línuverðinum skuli missjást þetta mikilvæga atvik," sagði Arnar Gunnlaugsson í hálfleik. En boltinn fór augljóslega út af rétt áður en Armenar skoruðu markið í fyrri hálfleik. pic.twitter.com/Hcui3bMb7H
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 8, 2021
Síðari hálfleikurinn var vægast sagt leiðinlegur framan af.
Tvöföld hjá Íslandi. Daníel Leó Grétarsson kemur inn á í sínum öðrum landsleik fyrir Brynjar Inga Bjarnason. Þá kemur Ísak Bergmann Jóhannesson inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson. pic.twitter.com/5CMvvTOhPB
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 8, 2021
Lélegu liðin fá lélegu dómarana. Erum því miður aftur komin þangað.
— Henry Birgir (@henrybirgir) October 8, 2021
Birkir Már Sævarsson appreciation tweet pic.twitter.com/yGm4QF7YmO
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) October 8, 2021
Helvítis vesen að Ómar frændi hjá Brunavörnum Suðurnesja skuli ekki vera landsliðsþjálfari því þá væri Elías Már líklega kominn inn á núna #fotbolti
— Sævar Sævarsson (@SaevarS) October 8, 2021
Ansi dapurt hjá okkar mönnum. Engin trú, ómarkviss sóknarleikur, margar slakar sendingar og almennt stemningsleysi innan sem utan vallar
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 8, 2021
Frábært jöfnunarmark! En Armenar eru vel skipulagðir eins og við var búist. Það er samt draumur að verjast þegar mótherjinn raðar 6-7 mönnum utan á blokkina og lætur boltann ganga hægt. 25 mín vs 65 mín. Það á ekki að vera auðvelt að verjast á Laugardalsvelli pic.twitter.com/y8u55Zzj9Q
— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) October 8, 2021
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðið og jafnaði metin. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu.
ÍSAK BERGMANN! skorar sitt fyrsta landsliðsmark, 18 ára gamall! Staðan er 1-1 pic.twitter.com/fPl8lV6oI0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 8, 2021
Ísak Bergmann. Takk fyrir mig. Ótrúlegt eintak. Það leka af honum hæfileikarnir enda kynið fyrsta flokks.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) October 8, 2021
Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) becomes the younges player ever to score for Iceland ever. What a player https://t.co/VVvvI961Oy
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 8, 2021
Ég er auðvitað hörmulegur í stærðfræði en sýnist Ísak vera að bæta 24 ára gamalt met BG4 (Joe á vellinum) sem yngsti markaskorari landsliðsins um heila 6 daga. Close call.
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 8, 2021
Það má endilega einhver endurreikna þetta.
Úr hverju er Birkir Már gerður. Ég ber þvílíka virðingu fyrir þessum leikmanni.
— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 8, 2021
Ísak Bergmann Johannesson har scoret for Island til 1-1 i deres kamp mod Armenien her til aften. #fcklive
— F.C. København (@FCKobenhavn) October 8, 2021
Mikið ofsalega sparkar Ísak Bergmann fallega í boltann.
— Björgvin Stefán (@bjorgvinpeturs) October 8, 2021
Kannski er það bara ég en mér sýnist þetta landslið alveg geta spilað fótbolta.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 8, 2021
Fullt af ungum guttum og spennandi tímar framundan.
Ísak er á öðru leveli. Rosalegur
Ísak komst ekki í byrjunarlið Íslands. Það er lögreglumál.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2021
Gaurinn er 18 ára og að skora sitt fyrsta mark fyrir landsliðið, hleypur beint til baka og ætlar að vinna leikinn. Geggjaður Ísak!
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) October 8, 2021
Menn eru að spyrja spurninga og svarið er Aron Elís Þrándarson
— Einar Gudnason (@EinarGudna) October 8, 2021
Talent-laug KSÍ hefur líklega aldrei verið jafn djúp. Það þarf að halda vel utan um þessa drengi og stúlkur og þá mun árangur fylgja.
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) October 8, 2021
Vonbrigði að vinna ekki slaka Armena en frammistaðan bauð ekki upp á meira. Vondir tímar hjá liðinu okkar og framundan mikil kynslóðarskipti sem taka sinn tíma og þolinmæði. Ljósu punktarnir Jón Dagur og Ísak. Framtíðar lykilmenn.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 8, 2021
Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) October 8, 2021