Fótbolti

Twitter um jafntefli Íslands og Armeníu: Fleiri mætt á leiki með Fram á Laugardalsvelli og lögreglumál að Ísak Bergmann hafi ekki byrjað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik en fær hér væna byltu á meðan dómari leiksins blæs í flautu sína og Henrikh Mkhitaryan fylgist með.
Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik en fær hér væna byltu á meðan dómari leiksins blæs í flautu sína og Henrikh Mkhitaryan fylgist með. Vísir/Jónína Guðbjörg

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum og varð um leið yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið.

Leikurinn sjálfur var þó einkar tíðindalítill og ekki upp á marga fiska. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.

Fyrir leik var mikið rætt og ritað um hversu fámennt var í stúkunni ásamt því að sumir vildu fá nýjan þjóðsöng.

Armenía komst yfir með marki þar sem boltinn fór augljóslega út af. Ótrúleg dómgæsla. 

Síðari hálfleikurinn var vægast sagt leiðinlegur framan af.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðið og jafnaði metin. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu.


Tengdar fréttir

Andri Lucas og Andri Fannar ekki í hóp

Nafnarnir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson eru ekki í leikmannahópi Íslands gegn Armeníu í leik kvöldsins sem fram fer á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×