Pólverji í átján ára útlegð frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 12:19 Hvalfjarðargangamálið vakti mikla athygli á síðasta ári. Sex voru dæmd í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Vísir/Jóhann K. Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu. Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á. Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Umræddur dómur Landsréttar féll fyrr á þessu ári í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Þar var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir umfangsmikla amfetamínframleiðslu. Við handtöku var hann einnig með kannabis í vörslum sínum ásamt töluverðu magni af amfetamíni. Við húsleit á dvalarstað mannsins fundust jafnframt úðavopn og rafbyssur. Eftir dóm Landsréttar barst manninum bréf frá Útlendingastofnun að það stæði mögulega til að vísa honum úr landi. Þá væri einnig til skoðunar mögulegt endurkomubann vegna brotaferils mannsins. Eftir umfjöllun Útlendingastofnunar var tekin ákvörðun um að brottvísa manninum og var endurkomubann ákvarðað í 18 ár. Þetta kemur fram í úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Hefur áður verið vísað úr landi Maðurinn hefur fjórum sinnum hlotið dóm fyrir brot á lögum hér á landi . Þá hefur hann einnig verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Póllandi fyrir skipulagða brotastarfsemi. Manninum hefur áður verið vísað úr landi en honum var gert að sæta þriggja ára endurkomubanni árið 2010. Í umsögn lögreglu er vísað til fyrri brota mannsins á Íslandi. Mat lögreglu er það að hann teljist líklegur til að halda áfram afbrotahegðun eftir afplánun dómsins. Af þessu steðji ógn við allsherjarreglu samfélagsins og telur lögregla að nauðsynlegt sé að vísa manninum úr landi til að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Íslensk dóttir búsett í Noregi Maðurinn á íslenska dóttur sem búsett er í Noregi en móðir barnsins er íslenskur ríkisborgari. Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi fengið vinnu hjá málningarþjónustu og hann eigi marga vini hér á landi. Maðurinn telur því að brottvísun yrði ósanngjörn; bæði gagnvart honum og nánustu aðstandenum. Kærunefnd útlendingamála bendir á að endurkomubannið vari aðeins á Íslandi. Honum sé því ekkert til fyrirstöðu að heimsækja dóttur sína í Noregi. Þá segir í niðurstöðum kærunefndarinnar að heimilt sé að fella endurkomubannið úr gildi ef sérstakar ástæður mæla með því. Maðurinn geti þá einnig sótt um heimild til stuttrar heimsóknar til Íslands ef sérstaklega stendur á.
Lögreglumál Dómsmál Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12 Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8. júlí 2020 10:12
Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að eitt þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. 8. júlí 2020 15:47