Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 15:47 Fólkið var handtekið í aðgerðum lögreglu í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Vísir/vilhelm Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira