Erlent

Bjargaði samstarfskonu sinni með skjótum viðbrögðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem náðist af björguninni.
Skjáskot úr myndbandinu sem náðist af björguninni.

Lögregluþjónn í Virginíu í Bandaríkjunum er sagður hafa bjargað lífi samstarfskonu sinnar með mjög skjótum viðbrögðum sínum í vikunni. 

Matthew Stewart og Jessica McGraw voru stödd á vettvangi bílslyss á hraðbraut þegar ökumaður sem var að koma úr öfugri átt missti stjórn á bíl sínum og keyrði á lögreglubíl McGraw.

Stewart sá í hvað stefndi og náði að toga McGraw frá bílnum á síðustu stundu.

Upptaka af atvikinu, frá 3. október, náðist á myndavél í bíl Stewart.

Í yfirlýsingu segist Justin C. Miller, lögreglustjóri lögreglunnar í Gate City, vera viss um að Stewart hafi bjargað McGraw og sjálfum sér frá miklum skaða eða jafnvel dauða. 

McGraw særðist lítillega á fæti þar sem stuðari bíls hennar skall í hana. Ökumaðurinn sem missti stjórn á bíl sínum slasaðist ekki. Hann var sektaður vegna atviksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×