Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 09:00 Sif Atladóttir hefur leikið 82 A-landsleiki og stefnir á sitt fjórða stórmót á EM í Englandi næsta sumar. vísir/bára Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“ Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira