Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 11:56 Stjórnarflokkarnir bættu í meirihluta sinn á Alþingi í kosningunum hinn 25. september. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent